Formenn á ferðalagi
Þau Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Þór Hreinsson skrifstofustjóri Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna eru þessa dagana á ferðalagi um félagsvæði félaganna. Þau hafa hitt forsvarsmenn fyrirtækja og sveitarfélaga auk trúnaðar- og félagsmanna. Megintilgangurinn er að heyra í hagsmunaaðilum á svæðinu um hvernig ástandið er í atvinnumálum. Einnig koma þau færandi hendi því á ferð sinn hafa þau komið við á bókasöfnum sveitarfélaganna og gefið þeim eintak af ný útkomnu og vönduðu ritverki, Saga Alþýðusambands Íslands.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðalaginu