Forseti ASÍ heimsótti stjórn Bárunnar, stéttarfélags í gær
Í gærkvöldi heimsótti Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ stjórn Bárunnar í fundarsal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Þessar vikurnar er Gylfi í mánaðarlangri fundaherferð um landið með stjórnum langflestra þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ. Markmið forseta á þessum fundum að heyra í fólki í grasrótinni, áherslur þess og væningar. Gylfi kynnti starf ASÍ í vetur og áherslur hreyfingarinnar í hinum ýmsu málum. Fundarefnin voru m.a. atvinnumál, lífeyrismál og staða kjarasamninga. Framundan er endurskoðun kjarasamninga og eru blikur á lofti varðandi forsendur þeirra. Fram kom að markmið um stöðuga verðbólgu á samningastímanum hefðu ekki gengið eftir. Forsendur um gengi krónnunar stóðust ekki eins og búist var við og margt fleira. Á fundinum urðu líflegar umræður um þessi mál. Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hefur verið ósátt með ýmislegt í innra starfi verkalýðshreyfingarinnar og þurfti Gylfi að svara mörgum spurningum um þau mál. Gylfi tilkynnti á fundinum að hann ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs á þing ASÍ sem haldið verður í október n.k.