Við vinnum fyrir þig

Translate to

Forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu þar sem þörf er á samskiptum milli fólks.

( In english and polish below in link )

Í kjölfar áhættumats þarf að meta hvað er framkvæmanlegt miðað við aðstæður til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á COVID-19 smiti.
Höfum í huga að það er engin ein lausn sem hentar öllum heldur verður að fara fram mat á hverjum vinnustað fyrir sig.

Almennar forvarnir sem draga úr smitleiðum:
✓ Gæta að hæfilegri fjarlægð (2 m) milli starfsmanna.
✓ Hvetja til handþvottar.
✓ Hafa handspritt aðgengilegt starfsmönnum víða á vinnustaðnum.
✓ Takmarka náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög eða aðra
snertingu. Finna aðrar leiðir til þess að heilsast án snertingar.
✓ Minna starfsfólk á að forðast að bera hendur í andlit, sérstaklega augu, nef og
munn.
Ef eðli starfa er þannig að þörf er á samskiptum milli fólks þarf að grípa til sérstakra
aðgerða til að draga úr hættu á smiti.
Það er gert m.a. með því að:
✓ Veita starfsmönnum viðeigandi persónuhlífar, upplýsingar og þjálfun í því hvernig
og hvers vegna þeim er skylt að nota þær.
✓ Tryggja starfsmönnum aðgengi og aðstöðu til handþvottar.
✓ Gefa starfsmönnum tækifæri að sápuþvo hendur reglulega, a.m.k. í 20 sekúndur í
hvert skipti.
✓ Þar sem vatn og sápa eru utan seilingar þarf handspritt að vera starfsmönnum
aðgengilegt og einnig viðskiptavinum. Til dæmis er unnt að hafa brúsa með
handspritti við afgreiðsluborð þar sem viðskiptavinir eru hvattir til að spritta
hendur áður en til viðskipta kemur.
✓ Þrífa oft fleti sem eru mikið notaðir og þá með sótthreinsandi efnum.
✓ Gæta þess að skýrt sé hver dagleg störf og skyldur starfsfólks eigi að vera á meðan
veiran geisar.
✓ Tryggja að starfsfólk hafi skrifleg svör við hendina vegna algengra spurninga
viðskiptavina.
✓ Gæta þess almennt að hæfileg fjarlægð sé á milli fólks, nema að snerting sé
nauðsynleg, t.d. vegna umönnunarstarfa, en þá ber að tryggja að starfsmenn beri
fullnægjandi persónuhlífar.
✓ Skoða aðrar mögulegar leiðir til að framkvæma störfin sem takmarka nálægð eða
snertingu fólks.
✓ Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru minntir á að heilsa
ekki með handabandi.
✓ Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru hvattir til að hósta
eða hnerra ekki út í loftið heldur í olnbogabótina eða í handþurrkur. Þannig er
einnig komið í veg fyrir að úði fari á hendur.
✓ Veita starfsmönnum stuðning og tækifæri til að ræða áhyggjur sínar, t.d. með
daglegum upplýsingum og spjalli við næsta yfirmann eða samstarfsmenn.

 

 

16. mars 2020
Áhættumat og forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lýst yfir hæsta
almannavarnastigi – neyðarstigi – vegna faraldurs veirunnar sem veldur
sjúkdómnum COVID-19. Markmið þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til af
hálfu stjórnvalda er meðal annars að fækka hugsanlegum smitleiðum og að vernda
þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá nánar á vefsíðunni covid.is
Vinnustaðir

Vinnustaðir landsins þurfa að gera viðeigandi viðbragðsáætlun og upplýsa
starfsfólk um þær ráðstafanir sem vinnustaðurinn hyggst grípa til í varúðarskyni
til að draga úr og stýra áhættunni sem stafar af COVID-19. Einnig þarf að liggja
fyrir viðbragðsáætlun um þær ráðstafanir sem grípa verður til smitist starfsmenn
af veirunni eða þurfa að sæta sóttkví.

Sjá leiðbeiningar um viðbragðsáætlun á vefsíðu Vinnueftirlitsins:
https://www.vinnueftirlit.is/um-vinnueftirlitid/frettir/ahaettumat-vegnasmithaettu-
og-vidbrogd-vinnustada-vid-afleidingum-veikinda-starfsfolks-avinnustad

Hvað er hægt að gera til að vernda starfsmenn og aðra á vinnustað?
Mikilvægt er að fylgjast með nýjustu COVID-19 upplýsingunum og taka mið af
ráðleggingum til að tryggja að allar ráðstafanir sem gerðar eru séu viðeigandi og í
samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni: www.covid.is
Almennt gildir að:

  • • Fylgjast stöðugt með viðeigandi upplýsingaveitum og uppfæra

    viðbragðsáætlanir og aðgerðir þegar þörf krefur.

    • Upplýsa starfsfólk reglulega eftir því sem ástandið þróast.

    • Gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við starfsmenn eða fulltrúa þeirra

    með hliðsjón af opinberum ráðleggingum.

    • Framkvæma þessar ráðstafanir og miðla þeim skýrt til allra starfsmanna,

    þar á meðal að veita skýra leiðsögn og leiðbeiningar um það sem ætlast er

    til af starfsmönnum.

    • Starfsmenn ættu að vita hvenær þeir eiga að vera á starfsstöð, sinna

    hefðbundum starfsskyldum, vera í fjarvinnu eða fjarverandi frá vinnu.

    • Skýrt þarf að vera til hvaða aðgerða þarf að grípa ef starfsmenn veikjast og

    hvaða einkennum þarf að hafa áhyggjur af, t.d. að gefa skýr skilaboð að

    starfsmenn mæti ekki til starfa finni þeir fyrir kvef- eða flensueinkennum

    jafnvel þó þau séu væg eða ekki einkennandi fyrir COVID-19 og litlar líkur

    séu á að séu vegna veirunnar sem veldur COVID-19.

    • Minna starfsmenn á skyldur þeirra að taka ábyrgð á eigin heilsu og ekki

    stefna öryggi og heilsu annarra í hættu með háttsemi sinni.

16. mars 2020
Áhættumat vinnustaðar.
Atvinnurekandi þarf að greina þær hættur sem eru fyrir hendi í störfum
starfsmanna sinna hverju sinni til að tryggja öryggi þeirra og heilbrigði.
Áhættumat þarf að fara fram fyrir allar tegundir starfa enda liggur fyrir að áhætta
ólíkra starfa getur verið misjöfn, s.s. vegna mögulegra smitleiða í t.d.
framlínustörfum og öðrum störfum þar sem bein snerting eða snertifletir við
viðskiptavini eru ekki til staðar.
Höfum í huga að það er engin ein lausn sem hentar öllum heldur verður að fara
fram mat á hverjum vinnustað fyrir sig.

Forvarnir sem viðbrögð við áhættunni.
Í kjölfar áhættumats þarf að meta hvað er framkvæmanlegt miðað við aðstæður til
að koma í veg fyrir þá áhættu sem er fyrir hendi.

  • Almennar forvarnir sem draga úr smitleiðum:

    • Gæta að hæfilegri fjarlægð (2 m) milli starfsmanna.

    • Hvetja til handþvottar.

    • Hafa handspritt aðgengilegt starfsmönnum víða á vinnustaðnum.

    • Takmarka náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög eða

    aðra snertingu. Finna aðrar leiðir til þess að heilsast án snertingar.

    • Minna starfsfólk á að forðast að bera hendur í andlit, sérstaklega augu, nef

    og munn.

    Þegar störf kalla ekki á beina snertingu við samstarfsmenn eða viðskiptavini

    er hægt að:

    • Hvetja til aukinna rafrænna samskipta og símtala, bæði milli starfsmanna

    og við viðskiptavini.

    • Meta þörf fyrir fundarhöld, einkum þegar um fjölmenna fundi er að ræða

    og hafa þá fremur fjarfundi þar sem því verður við komið. Ef nauðsynlegt

    er að funda þá er mikilvægt að muna hafa hæfilega fjarlægð (2 m) á milli

    manna í fundarsalnum.

    • Hvetja fólk til að starfa heima ef hægt er að koma því við.

    Ef eðli starfa er þannig að þörf er á samskiptum milli fólks þarf að grípa til

    sérstakra aðgerða til að draga úr áhættu á smiti.

    Það er gert m.a. með því að:

    • Veita starfsmönnum viðeigandi persónuhlífar, upplýsingar og þjálfun í því

    hvernig og hvers vegna þeim er skylt að nota þær.

    • Tryggja starfsmönnum aðgengi og aðstöðu til handþvottar.

    • Gefa starfsmönnum tækifæri að sápuþvo hendur reglulega, a.m.k. í 20

    sekúndur í hvert skipti.

    • Þar sem vatn og sápa eru utan seilingar þarf handspritt að vera

    starfsmönnum aðgengilegt og einnig viðskiptavinum. Til dæmis er unnt að

    16. mars 2020

    setja brúsa með handspritti við afgreiðsluborð þar sem viðskiptavinir eru

    hvattir til að spritta hendur áður en til viðskipta kemur.

    • Þrífa oft fleti sem eru mikið notaðir og þá með sótthreinsandi efnum.

    • Gæta þess að skýrt sé hver dagleg störf og skyldur starfsfólks eigi að vera á

    meðan veiran geisar.

    • Tryggja að starfsfólk hafi skrifleg svör við hendina vegna algengra

    spurninga viðskiptavina.

    • Gæta þess almennt að hæfileg fjarlægð sé á milli fólks nema að snerting sé

    nauðsynleg, t.d. vegna umönnunarstarfa, en þá ber að tryggja að

    starfsmenn beri fullnægjandi persónuhlífar.

    • Skoða aðrar mögulegar leiðir til að framkvæma störfin sem takmarka

    nálægð eða snertingu fólks.

    • Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru minntir á að

    heilsa ekki með handabandi.

    • Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru hvattir til að

    hósta eða hnerra ekki út í loftið heldur í olnbogabótina eða í pappír . Þannig

    er einnig komið í veg fyrir að úði fari á hendur.

    • Veita starfsmönnum stuðning og tækifæri til að ræða áhyggjur sínar, t.d.

    með daglegum upplýsingum og spjalli við næsta yfirmann eða

    samstarfsmenn.

    Varúðar gætt í mötuneytum á vinnustöðum.

    Mikilvægt er að draga sérstaklega úr smitleiðum í mötuneytum, t.d. með því skylda

    starfsfólk að þvo hendur og spritta áður en þau koma í matsalinn og nota einnota

    hanska. Einnig er gott að starfsfólk mötuneyta skammti á diska til að forða óþarfa

    snertingu starfsfólks við áhöld og fleti og að takmarka fjölda starfsmanna í

    mötuneytum á hverjum tíma.

    Þegar grunur vaknar um COVID-19 sýkingu.

    Skýrir ferlar þurfa að vera fyrir hendi ef grunur um COVID-19 sýkingu vaknar hjá

    starfsmanni eða viðskiptavini.

    • Haft er samband við heilbrigðisþjónustu í síma 1700, heilsugæslu (sjá

    vefsíðuna heilsugaeslan.is) eða í gegnum vefsíðuna heilsuvera.is

    • Næsti yfirmaður er upplýstur.

Enn fremur er vakin athygli á eftirfarandi gátlista Embættis landlæknis vegna
framlínustarfsmanna:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beini
ngar-framl%C3%ADnustarfsmenn%2010032020_KSJ-IM.pdf

Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til þess að fylgjast með
upplýsingum frá Embætti landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á
vefsíðunni www.covid.is.

 

Enska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Enska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

Pólska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Pólska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

 

Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

 

Ferkari upplýsingar https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/covid-19

More information https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/covid-19

 

Vakin er athygli á því að:

 

Vinnueftirlitinu er heimilt að loka vinnustöðum sem ekki virða samkomubann

Hert samkomubann sem tók gildi 24. mars sl. kveður á um að ekki megi fleiri en tuttugu manns koma saman í hverju rými og að halda þurfi tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Þessar reglur gilda á vinnustöðum landsins sem og annars staðar, að matvöruverslunum og lyfjaverslunum undanskildum.

COVID-19 er sjúkdómur sem er getur ógnað heilsu starfsfólks. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við 12. gr. sóttvarnarlaga og að tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.

Nokkuð hefur borið á því að fyrirtæki óski eftir undanþágu frá þessum reglum og hefur Almannavörnum borist talsvert af tilkynningum um að þær séu  virtar að vettugi. Langflestum undanþágubeiðnum er hafnað.

Vinnueftirlitið hefur heimildir til að veita fyrirmæli um að hið nýja samkomubann verði virt og loka vinnustöðum sem ekki fara eftir því.

Mikilvægt er að vinnustaðir virði hert samkomubann gagnvart starfsfólki sínu og hagi starfseminni þannig að ekki séu fleiri en 20 starfsmenn í sama rými.

Vakin er athygli á að bannið hefur verið sett á að vel ígrunduðu máli stjórnvalda hér á landi og því ber að taka alvarlega.

Ein af ástæðum þess að hert samkomubann var sett á, er að  kórónaveiran hefur haft nokkur áhrif á  starfsemi Landspítalans. Farið er í þessar aðgerðir til að varna því að veiran breiðist út. Nauðsynlegt er að hægja á faraldrinum enn frekar til að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19, ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu.

 

 

Vinnueftirlitið beinir því til  atvinnurekenda og vinnustaða að hlíta hertum reglum um samkomubann. Að öðrum kosti er litið svo á að aðstæður geti ógnað öryggi og heilbrigði starfsmanna.

Fari vinnustaðir ekki að fyrirmælum Vinnueftirlitsins mun stofnunin grípa til þvingunaraðgerða í formi lokunar vinnustaða eða þeim hluta þeirra sem um ræðir með vísun til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið hvetur fólk til að leita sér nánari upplýsinga um samkomubannið á covid.is