Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fræðsludagur Félagsliða

Þann 29. október 2019 var haldið á vegum Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða árlegur fræðsludagur fyrir félagsliða. Ýmis málefni vöru rædd m.a. formaður Félags íslenskra félagsliða Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir kynnti hlutverk og starfsemi félagsins og ræddi hversu mikilvægt er að hafa fagfélag starfandi í þessari starfsstétt.Formaður Kjalar Arna Jakobína Björnsdóttir var með erindi um starfsmat og skýringu á starfsheiti, stigi og launaflokki. Á fundinum kom fram að breytingar á félagsliðanáminu hefur verið í gangi og er menntamálastofnun að leggja lokahönd á að setja námið inní 3.hæfnis-þrep. Þegar það kemur þá verður hægt að sækja um í þriðja sinn löggildingu hjá heilbrigðisráðherra og það verður gert um leið og breyting hefur átt sér stað.Framkvæmdastjóri SGS Flosi Eiriksson ræddi um kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði. Einnig fulltrúar frá VIRK og Ríkismennt fjölluðu um starfsemi þessara stofnanna.Fræðsludagur heppnaðist vel og ánægja var meðal þátttekanda sem sóttu fræðsluna.