Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fræðslusjóður Landsmennt: Breyting á reglum vegna einstaklingsstyrkja og fyrirtækjastyrkja

Hlutfall styrkja til fyrirtækja og einstaklinga hækkar úr 80% í 90% frá 1.jan. 2024 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem byrja eftir þann tíma.

Breytingar verða sem hér segir:

Fyrirtækjastyrkir:

Hlutfall styrkja hækkar úr 80% í 90%.
Þak á hámarksgreiðslur styrkja til fyrirtækja hækkar úr 3 mkr. á ári í 4 mkr.

Einstaklingsstyrkir:

Hlutfall einstaklingsstyrkja hækkar úr 80% í 90% en hámark heldur sér í kr.130.000.-.

Ný regla:

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,-  eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- eins og verið hefur fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar frá hámarki.

https://landsmennt.is/landsmennt/breyting-a-reglum-vegna-einstaklingsstyrkja-og-fyrirtaekjastyrkja/