Framhaldsþing Starfsgreinasambands Íslands
Í morgun hófst framhaldsþing Starfsgreinasamband Íslands á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Þingið, sem er undir kjörorðinu „Horft til framtíðar“, hófst kl. 10:00 með ávarpi Björns Snæbjörnssonar, formanns sambandsins.
Megináherslur þingsins eru umræður og afgreiðsla nýrra reglugerða og laga SGS, en undanfarna mánuði hefur Starfshópur starfsháttanefndar SGS unnið að því að móta tillögur um breytingar á lögum SGS sem snúa að hlutverki SGS og uppbyggingar á stjórnkerfi sambandsins ásamt því að hafa gert tillögur að nokkrum nýjum reglugerðum sem eiga að bæta þjónustu og starfsemi sambandsins gagnvart aðildarfélögum SGS. Stefnt er á að þinginu ljúki kl. 16:00, þ.e. eftir að kosningum í framkvæmdastjórn lýkur. Fulltrúar Bárunnar, stéttarfélags á þinginu eru: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður, Örn Bragi Tryggvason varaformaður, Kristbjörn Hjalti Tómasson, Ragnhildur Eiríksdóttir og Loftur Guðmundsson.