Við vinnum fyrir þig

Translate to

Framtíðarstarf í boði hjá VIRK !

 

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

 

 

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Stéttarfélögin á Suðurlandi leitar að ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar í framtíðarstarf með starfsstöð að Austurvegi 56 Selfossi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf frá og með 1. janúar nk. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

 

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
 • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
 • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
 • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
 • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
 • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
 • Góð þekking á vinnumarkaði
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Hlutverk VIRK er að móta, samþætta og hafa eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa.  Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður.

Nánari upplýsingar er að finna á www.virk.is

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2017.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda ítarlega ferilskrá á netfangið audur@virk.is.

Nánari upplýsingar veita Auður Þórhallsdóttir hjá VIRK og Halldóra Sigr. Sveinsdóttir hjá Bárunni, stéttarfélagi í síma 4805000.

 

 

 

Virk