Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunar

Stytting vinnuvikunar, orlofsuppbót, félagsmannasjóður og fleira

Kæri félagi

Samið var um styttingu vinnuvikunnar í síðustu kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum. Í dagvinnu tók nýtt fyrirkomulag gildi 1. janúar sl, og í vaktavinnu 1. maí á þessu ári. Ferli innleiðingarinnar hefur gengið nokkuð vel hjá starfsmönnum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ekki hafa öll sveitarfélög skilað inn niðurstöðum vegna styttingarinnar. Í samkomulaginu (fylgiskjalinu) stendur að náist ekki samkomulag um breytt skipulag vinnutíma styttist vinnutími starfsfólks sem nemur 13 mínútum á dag. Svo virðist sem að mörg sveitarfélög utan Reykjavíkurborgar hafi tekið ákvörðun um að stytting um 13 mínútur á dag væru aðeins í boði og ekki hið eiginlega umbótasamtal ekki tekið. Það er eins og að hið eiginlega umbótasamtal sem á að taka hafi ekki farið fram á sumum stöðum hvað þá atkvæðagreiðsla um niðurstöður. Ef svo er þarf að fara í ferlið aftur. Á næstu dögum verður farið yfir niðurstöður og hvernig aðhað hlutirnir voru framkvæmdir og við munum kynna þær niðurstöður.

Fylgiskjalið má nálgast hér 

Hjá þeim sem starfa á almenna vinnumarkaðnum var samið um að á grundvelli meirihlutasamþykkis í atkvæðagreiðslu eigi starfsmenn rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði. Bæði starfsmenn og stjórnendur geta óskað eftir að farið verði í styttingu en það kemur ekki sjálfkrafa inn. Hvetjum við félagsmenn til þess að óska eftir samtali um styttingu þar sem vinnumarkaðurinn er að stefna í þennan farveg.

Ýmis fróðleikur og útfærslur um styttingu vinnuvikunar má finna með því að smella hér

Orlofsuppbót 2021

Nú líður senn að orlofsuppbót 2021, er hún svo hljóðandi fyrir eftirfarandi vinnumarkaði miða við fullt starf fyrir orlofsár (1.maí til 30. apríl).

  • Starfsfólk Sveitarfélaganna – 51.700.- kr – Til greiðslu 1.maí
  • Starfsfólk á almennum vinnumarkaði – 52.000.- kr – Til greiðslu 1.júní
  • Starfsfólk Ríkisins –  52.000.- kr Til greiðslu 1.júní

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Gott er einnig að hafa í huga að þegar að ráðningarsambandi endar hátt þá skal gera upp orlofsuppbótina samhliða starfslokum.

Orlofshús félagsins.

Báran, stéttarfélag er að bjóða félagsmönnum orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 á Flúðum, Borgarbyggð 12 í Svignaskarði (skiptibústaður), í Kiðárskógi 1 í Húsafelli (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2021 fyrir félagsmenn.

Búið er að úthluta orlofshúsum vegna sumarsins 2021. Ennþá eru nokkrar vikur lausar, allar upplýsingar er að finna með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Orlofshúsavefur

Helgidagar

Stórhátíðardagar um páskana eru föstudagurinn langi og páskadagur. Aðrir frídagar eru auk stórhátíðardaga skírdagur og annar í páskum. Helgidagavinna telst vinna á dagvinnutímabili á samningsbundnum frídögum.

Félagsmannasjóður – samningur við sveitarfélögin

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæði Bárunnar á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 áttu að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar sl. Sjóðurinn er hjá Starfsgreinasambandi Íslands og er 1,5% af heildarlaunum.  Ekki hefur náðst að fá bankaupplýsingar fyrir allan hópinn. Við hvetjum þá sem eiga eftir að fá greitt að hafa samband við SGS með því að sækja um hér í gegnum hnappinn að neðan. Fyrir frekari fyrirspurnir um félagsmannasjóðinn er fólki bent á að hafa samband við SGS með því að senda póst á sgs@sgs.is eða í síma 562 6410.

Umsókn í félagsmannasjóð

Gleðilega páska

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.