Fréttabréf Bárunnar
Sumarúthlutun orlofshúsa
Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 og 6 á Flúðum, Borgarbyggð 12 í Svignaskarði (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2022 fyrir félagsmenn.
Umsóknarfrestur er frá 23. febrúar til 9. mars nk.
Sótt er um á Orlofssíðu Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma 480 5000.
Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 11. mars nk.
- mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
- mars klukkan 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á orlofsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Öllum umsóknum verður svarað.
Verð á vikudvöl í bústöðunum er 22.000 kr. og fyrir íbúð á Akureyri 22.000 kr.
Vikuleigan á Flúðum, Grýluhrauni og Svignaskarði er frá föstudegi til föstudags.
Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.
Tímabilin eru:
Þverlág 2 og 6, Grýluhrauni 9, Borgarbyggð 12 – frá 03.06.2022 - 02.09.2022.
Akureyri, - frá 01.06.2022 - 31.08.2022.
Íbúðinni í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins og ávallt.
Starfsmannabreytingar
Gunnar K. Ólafsson starfsmaður Bárunnar hefur lokið störfum hjá félaginu og er að hverfa á vit nýrra ævintýra. Stjórn félagsins færir honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf um leið og við óskum honum gæfu og gengis á nýjum vettvangi.
Við kynnum nýjan starfsmann til leiks Þórarinn Smára Thorlacius og bjóum honum hjartanlega velkomin í öflugan og góðan starfsmannahóp félagsins.
Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi
Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri SGS sendi erindi til vinnustaðareftirlitsins nýverið og kom á framfæri svari þeirra í stórgóðri umfjöllun hjá fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis nýverið.
Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon.
Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness.
Kær kveðja,
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Formaður Bárunnar, Stéttarfélags