Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Sumarúthlutun orlofshúsa

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 og 6 á Flúðum, Borgarbyggð 12 í Svignaskarði (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2022 fyrir félagsmenn.

Umsóknarfrestur er frá 23. febrúar til 9. mars nk.

Sótt er um á  Orlofssíðu Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 11. mars nk.

  1. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
  2. mars klukkan 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á orlofsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í bústöðunum er 22.000 kr. og fyrir íbúð á Akureyri 22.000 kr.

 

Vikuleigan á Flúðum, Grýluhrauni og Svignaskarði er frá föstudegi til föstudags.

Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.

 

Tímabilin eru:

Þverlág 2 og 6, Grýluhrauni 9, Borgarbyggð 12 –  frá 03.06.2022 - 02.09.2022.

Akureyri, -  frá 01.06.2022 - 31.08.2022.

Íbúðinni í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins og ávallt.

 

Orlofsvefur Bárunnar

 

Starfsmannabreytingar

Gunnar K. Ólafsson starfsmaður Bárunnar hefur lokið störfum hjá félaginu og er að hverfa á vit nýrra ævintýra. Stjórn félagsins færir honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf um leið og við óskum honum gæfu og gengis á nýjum vettvangi.

Við kynnum nýjan starfsmann til leiks  Þórarinn Smára Thorlacius og bjóum honum hjartanlega velkomin í öflugan og góðan starfsmannahóp félagsins.

Þurfa að hlaupa 76 kíló­­metra á dag til að vera „frá­bær“ í starfi

Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri SGS sendi erindi til vinnustaðareftirlitsins nýverið og kom á framfæri svari þeirra í stórgóðri umfjöllun hjá fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis nýverið.

Ó­raun­hæfar kröfur eru gerðar til ræstinga­fólks sem brjóta í bága við vinnu­verndar­lög­gjöf að mati Vinnu­eftir­litsins. Til að ná því sem er skil­greint sem „frá­bær árangur“ í starfi heilan vinnu­dag er ætlast til vinnu­á­lags sem sam­ræmist því að hlaupa næstum tvö mara­þon.

Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness.

 

Umfjöllunin í heild sinni

 

Kær kveðja,

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir

Formaður Bárunnar, Stéttarfélags