Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Páskafundur trúnaðarmanna

Páskafundur trúnaðarmanna var haldinn mánudaginn 4. apríl á Hótel Selfoss þar sem trúnaðarmenn og stjórn félagsins komu saman og var farið yfir ýmis mál. Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur ASÍ hélt fyrirlestur um kjaramál og horfurnar í þeim efnum. Halldór Oddson lögfræðingur ASÍ fór yfir ógnir og tækifæri hjá samninganefndum og Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur var með erindi um stöðu trúnðarmanna. Einnig var yfir niðurstöðu kjaramálakönnunina sem félagsmenn Bárunnar tóku þátt í og gaf félaginu góðar niðurstöður sem verða nýttar í komandi kjarasamningum. Halldóra formaður fór svo í lokin yfir kröfugerð félagsins og  endaði fundurinn svo með kvöldverði á hótelinu.

Laun hækka vegna hagvaxtarauka

Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt kjarasamningum hefur hist og rætt hagvaxtarauka kjarasamninga. Líkt og greint var frá nýverið (https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/nytt-manadaryfirlit-hagvaxtaraukinn-virkjast/) jókst landsframleiðsla á mann um 2,53% á síðasta ári. Þetta hefur þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninga hefur virkjast í fjórða þrepi.

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí.

Nú styttist í orlofsuppbótina

Samkvæmt kjarasamningum eiga félagsmenn rétt á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Svona lítur orlofauppbótin út í ár

2022

Almennur vinnumarkaður

Orlofsuppbót er 53.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. Júní.

Ríki

Orlofsuppbót er 53.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1.júní.

Sveitarfélög

Persónuuppbót er 53.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. maí.

 

 

Páskakveðja frá Halldóru formanni

Kæru félagsmenn.

Núna fer allt að verða með eðlilegum hætti og vonandi allt að fara í eðlilegt horf í bili. Óvissan  er auðvitað þetta hræðilega stríð í Úkraínu sem ekki er ennþá séð fyrir endann á.

 Báran, stéttarfélag ásamt fimm öðrum félögum hafa gert kjaramálakönnun meðan félagsmanna fyrir verðandi kjarasamninga. Hér fyrir neðan fylgja niðurstöður könnunarinnar og mun kröfugerð félagsins byggja á þessum niðurstöðum.

niðurstöður kjaramálakönnunar

 

Núna loksins getum við haldið 1. maí hátíðlegan og hvet ég ykkur kæru félagar til að taka frá daginn.

Gleðilega páska til ykkur allra.

Kveðja,

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir