Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudaginn 16. maí 2022 á Hótel Selfossi.
Fundurinn hefst klukkan 18:00

Báran, stéttarfélag á 20 ára afmæli og verður því fagnað á fundinum.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
3. Önnur mál.

Boðið verður upp á kvöldverð.

 

Sjáumst kæru félagar

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags

Orlofsréttur

Allt launafólk á rétt á orlofi, það er leyfi frá störfum í tiltekinn fjölda daga auk orlofslauna sem reiknast af öllum launum. Reglur um orlof er að finna í orlofslögum og kjarasamningum. Orlofslögin kveða m.a. á um lágmarksorlof, ákvörðun orlofstöku og útgreiðslu orlofslauna en kjarasamningar hafa að geyma ákvæði um orlof umfram lágmarksorlof, hvernig það skiptist í sumar- og vetrarorlof, veikindi í orlofi o.fl.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofslaun eru 10,17% af öllum launum.

Eftir 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein fær starfsmaður 25 daga orlof og 10,64% orlofslaun.

Eftir 10 ár í sama fyrirtæki fær starfsmaður 30 daga orlof og 13,04% orlofslaun.

Sjá nánar í 4. kafla í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.

 

Starfsfólk sveitarfélaga og ríkis:

Lágmarksorlof er 30 dagar (240 stundir) miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs er hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns.

Starfsmaður skal fá 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.

Sjá nánar í 4. kafla í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. og 4. kafla í kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Fékkst þú hagvaxtarauka?

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí.

Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa hækkar umfram 1% á milli ára. Kveðið er á um 5 þrep eftir því hve vöxturinn er mikill og miðast framangreindar tölur við næst hæsta þrepið.

Þegar Lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 voru horfur í efnahagsmálum þannig, skv. Hagstofu og Seðlabanka Íslands, að hagvöxtur yrði að jafnaði 2,5% árin 2019-2022, sum árin heldur meiri en önnur minni, og mannfjöldaspá Hagstofu (miðspá) gerði ráð fyrir a.m.k. 1% árlegri fólksfjölgun. Við gerð samningsins var þannig útlit fyrir 1-1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans.

Hægt er að lesa nánar um hagvaxtaraukann hér

Veiðikortið og útilegukortið

Félagsmenn Bárunnar fá veiðikortið og útilegukortið á frábærum kjörum

Veiðkortið - 4.300kr

Útilegukortið - 5.000kr

 

Við hvetjum félagsmenn að nýta sér þessi frábæru kjör

Orlofshús - lausar vikur

Eftirfarandi 13 vikur eru enn lausar:

Akureyri: 24. – 31. ágúst

Grýluhraun:   12. – 19. ágúst // 19. - 26. ágúst

Svignaskarð:   17. – 24. júní // 19. – 26. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.

Þverlág 2:   5. – 12. ágúst // 12. – 19. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.

Þverlág 6:   10. – 17. júní // 5. – 12. ágúst // 19. – 26. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.