Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Rafræn félagsskírteini

Það gleður okkur sérstaklega að nú er hægt að sækja sér rafrænt félagskírteini inn á mínun síðum. Þar efst kemur flipi sem smellt er á til að sækja skírteinið.

Ef þú ert með Android verður þú að niðurhala í símann þinn SmartWallet. Síðan getur þú einfaldlega opnað myndavélina inni í appinu og skannað QR kóðann.

Ef þú ert með Apple getur þú notað Apple Wallet sem er þegar í símanum þínum. Einfaldlega opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann.

 

Fréttir af kjaramálum

Kjarasamningar á almennum markaði voru lausir þann 1. nóvember sl. Það voru 17 félög af 19 sem afhentu Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) umboð til kjarasamningsgerðar. Stéttarfélag Vesturlands og Efling eru þau tvö félög sem afhentu ekki umboðið. Hvert félag fyrir sig gerði kjarakannanir og síðan afhenti SGS í júní fyrir hönd félaganna kröfugerðina Samtökum atvinnulífsins. Kröfugerðir eru alltaf lagðar fram með fyrirvara um breytingar. Nú eru ýmis teikn á lofti í efnahgslífinu og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Ágætur gangur hefur verið í viðræðum sem þó hafa verið erfiðar.  það á að reyna að gera tilraun til þess að semja um skammtímasamning vegna óvissunar sem er framundan. Það er búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara sem þýðir að það er komin verkstjórn í verkefnið og bjartsýnasta fólk vonar að nýr kjarasamningur líti dagsins ljós fyrir jól

 

Fékkst þú desemberuppót?

Báran  hvetur félagsfólk sitt til að skoða launaseðla sína vel og athuga hvort að desemberuppbót hafi ekki verið greidd.

En miðað við 100% starf er uppbótin sem hér segir:

Almenni samningur milli SGS og SA – 98.000kr

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 98.000kr

Samningur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 124.750kr

Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélags – 98.000kr

Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarfélags og Skaftholts – 124.750kr

Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 98.000kr

Bændasamtök íslands og SGS – 98.000kr

Landsamband smábátaeigenda og SGS – 98.000kr

Landsvirkjun og SGS – 142.226kr

Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar – 98.000kr