Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar. Aðalfundur, 1.maí, orlofsuppbót og fleira

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Við bjóðum öllum félagsmönnum okkar til að mæta á aðalfund félagsins. Farið verður yfir síðastliðið ár, aðalfundarstörf ásamt spennandi erindi. Við þökkum félögum fyrir annað frábært ár í okkar ört stækkandi félagi, hlökkum til að sjá sem flesta.

Fundurinn hefst klukkan 18:00 miðvikudaginn 15. maí næstkomandi og verður hann haldinn í Tryggvaskála, Selfossi.

 

Dagskrá:

 • Hefðbundin aðalfundarstörf
 • Breyting á regulegrð sjúkrasjóðs
 • Önnur Mál
 • Erindi: Öruggara Suðurland

Arndís Soffía Sigurðardóttir kynnir fyrir okkur

verkefnið Öruggara Suðurland.

Veitingar í boði fyrir fundarmenn

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Orlofsuppbót 2024

Félagsmenn athugið

Greiða á orlofsuppbót/persónuuppbót 1.maí/1.júni ár hvert, dagsetning fer eftir kjarasamningi. Þetta er föst umsamin fjárhæð sem greiðist ár hvert. Hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu. Ekki er greitt orlof á orlofsuppbótina. Áunna orlofsuppbót skal gera samhliða starfsfokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

 

 • Almenni samningur milli SGS og SA  - 58.000 kr. 
 • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS - 53.000 kr. (ósamið)
 • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga - 55.700 kr. (ósamið)
 • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag - 53.000 (ósamið)
 • Skaftholt  - 55.700 kr. (ósamið)
 • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna - 58.00 kr. 
 • Bændsamtök Íslands og SGS - 56.00 kr. (ósamið)
 • Landsamband smábátaeigenda og SGS - 56.000 kr. (ósamið)
 • Landsvirkjun og SGS - 149.400 kr. (ósamið)

1. maí 2024

Á miðvikudaginn var 1. maí haldinn í ljúfu veðri. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var einnig vel sóttur.

Kröfugangan hófst klukkan 11:00 og leiddi lögreglan gönguna á undan hestamönnum frá Sleipni, fánaborg og Lúðrasveit Selfoss fylgdu þar fast á eftir og loks allir þeir sem mættu í gönguna.
Við viljum þakka öllum þeim aðilum sem lögðu okkur lið til að skipuleggja gönguna.

Labbað var niður Austurveginn og endað á Hótel Selfoss þar sem tók við dagskrá og veitingar.

Þakkir fyrir frábæran dag kæra launafólk

Starfsdagar Vinnustaðareftirlitsfulltrúa

Dagana sjöunda til áttunda maí stóð ASÍ fyrir starfsdögum eftirlitsfulltrúa.

Mjög svo áhugaverð dagskrá með það markmið að efla og þróa þetta mikilvæga starf. Samstarfsaðilar eftirlitsins voru með erindi og fóru yfir samstarfið og ítrekuðu mikilvægi þeirra upplýsinga og gagna sem að vinnustaðareftirlit ASÍ aflar. Fulltrúar voru frá Ríkislögreglustjóra, RSK, Vinnumálastofnun og Vinnnustaðareftirliti Ríkisins.

Við þökkum Sögu Kjartansdóttur og ASÍ fyrir einstaklega vel heppnaða starfsdaga.