Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Sumaropnun, Útilegukortið og fleira

Sumaropnunartími
og styrkveitingar

Þá er búið að aflétta flestum aðgerðum stjórnvalda og því er opnunartími skrifstofu okkar kominn í sitt gamla horf. Félagsmenn geta nú mætt og fengið afgreiðslu sinna mála án þess að panta tíma fyrir fram.
Skrifstofa Bárunnar er opin alla virka daga frá klukkan 08:00 – 16:00
nema á föstudögum þá er opnunartíminn 08:00 – 15:00.

Úthlutun úr menntasjóð og sjúkrasjóð Bárunnar verður með hefðbundnu sniði í júní.

 

Menntasjóður:

Skilafrestur umsókna er 10. hvers mánaðar og greitt er út 15. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það.

Nánar um menntasjóð 

Engin úthlutun verður í júlí en við tökum við umsóknum áfram sem að koma síðan til greiðslu í ágúst.

 

 

 

Sjúkrasjóður:

Skilafrestur umsókna er 15. hvers mánaðar og greitt er út 20. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það.

 

Afgreiðsla sjúkradagpeninga verður óbreytt en skilafrestur umsóknar og gagna er 25. hvers mánaðar og greitt er út 1. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það.

Nánar um Sjúkrasjóð

Engin úthlutun verður í júlí en við tökum við umsóknum áfram sem að koma síðan til greiðslu í ágúst.

 

Útilegukortið og Veiðikortið

Félagsmönnum Bárunnar býðst að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið fyrir sumarið 2021.

Ákveðið var að bjóða kortin áfram á sömu kjörum til félagsmanna og er því Útilegukortið á 5.000.- kr og Veiðikortið á 4.300.- kr. Hægt er að kaupa kortin á orlofsvef Bárunnar og á skrifstofu Bárunnar. Við vekjum athygli á því að einungis er hægt að greiða með seðlum eða millifærslu ef komið er á skrifstofuna.

Orlofshúsavefur Bárunnar

 

 

Nýir umsjónaraðilar í Þverlág

Við höfum undirritað samkomulag við nýja þjónustuaðila fyrir orlofshús okkar á Flúðum. Fyrirtækið heitir Þvottur og Lín og er hægt að panta brottfararþrif hjá þeim sem og panta lín og handklæði fyrir dvölina.

Við hvetjum eindregið til þess að nýta sér þennan möguleika. Hægt er að panta þjónustu hjá þeim eða koma með fyrirspurnir með því að senda tölvupóst á panta@tvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845. Gott er að gera það tímanlega.