Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttir af samningamálum

Samkvæmt fréttum sem berast úr Karphúsinu þá ganga viðræður um ýmsa kafla aðalkjarasamnings nokkuð vel og þegar er búið að skrifa undir nokkra þeirra.

Í þessari viku hefur verið unnið í samningum vegna kjötvinnslunnar og í veikinda og slysamálum, þ.e. skilgreiningum á vinnuslysum. Mesta vinnan felst í að lagfæra taxta og sníða samninga að nýjum lögum og reglugerðum.

Ekki er farið að ræða launaliði við atvinnurekendur eða ríki og sveitarfélög en töluverðar umræður hafa skapast um niðurstöður könnunarinnar sem er að finna hér neðar á síðunni og telja menn það styðja þá ákvörðun að halda fram sameiginlegri launastefnu þrátt fyrir að lítill hluti verkalýðshreyfingarinnar sé á öðru máli.

Boðað verður til fundar í samninganefndinni þegar ný launatafla lítur dagsins ljós. Ekki þora menn að gefa upp hvenær menn telja að samningum ljúki en menn eru hóflega bjarsýnir um að það gerist upp úr miðjum næsta mánuði.

Frekari fréttir verða birtar hér á síðunni um leið og frá einhverju er að segja.