Fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Bárunnar
Báran stéttarfélag hefur boðað til fundar í trúnaðarmannaráði félagsins næstkomandi mánudag þann 14. janúar klukkan 19.30. Fundurinn verður haldinn að Austurvegi 56 í sal stéttarfélaganna á Selfossi. Aðalumræðuefni verða kjaramál. Tekin verður ákvörðun um hvort félagið eigi að leggja til að kjarasamningum verði sagt upp núna í janúar þar sem samningforsendur hafa ekki staðist.
Lög Bárunnar, stéttarfélags, 19. grein
Í trúnaðarmannaráði eiga sæti: Stjórn félagsins og þeir fullgildir félagsmenn sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Í forföllum aðalmanna taka varastjórnarmenn félagsins sæti í trúnaðarmannaráði fyrir stjórnarmenn.