Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fundur með forseta ASÍ

Stjórnir Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands funduðu með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ í sal stéttarfélaganna á Selfossi í gærkveldi. Gylfi fór vítt og breytt yfir stöðuna og hvernig landið lægi að hans mati. Hann kynnti Salek sem er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga.

SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heiimg_3880ldarendurskoðun samningalíkansins. Með samstarfinu vilja heildarsamtökin stuðla að því að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga með Norðurlöndin sem fyrirmynd. Markmiðið er að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis.  Salek er því rammasamkomulag sem hvert stéttarfélag/landssamband fyrir sig getur unnið út frá. Þá hefur verið gert samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Margar fyrirspurnir komu frá fundarmönnum um þetta samningsmótel. Eitt af aðalmálum komandi ASÍ þings verður umræða um þetta rammasamkomulag.