Fundur með trúnaðarmönnum Bárunnar
Á morgun miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 16.30 verður haldinn sameiginlegur léttur páskafundur með trúnaðarmönnum Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Markmiðið með fundinum er að gefa trúnaðarmönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Fundurinn verður haldinn í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, Austurvegi 56 Selfossi.
Trúnaðarmenn sem eru á trúnaðarmannskeiði hjá Fræðslunetinu geta mætt beint eftir námskeiðið.
Við hvetjum alla trúnaðarmenn til að mæta, eiga skemmtilega stund og huga að framtíð félaganna.
Dagskrá
- Halldóra S. Sveinsdóttir. Setning.
- Sara Guðjónsdóttir. Hlutverk trúnaðarmannsins.
- Sigurlaug Gröndal. Hópavinna. Trúnaðarmaðurinn og framtíðarsýn.
- Gils Einarsson. Samantekt og fundarslit.