Fundur samninganefndar Bárunnar stéttarfélags fagnar skilningi ráðamanna
Fundur samninganefndar Bárunnar stéttarfélags haldinn á Selfossi 19. janúar 2015 ályktar eftirfarandi:
Fundurinn fagnar orðum ráðherra ríkisstjórnarinnar um að svigrúm sé umtalsvert til hækkunar lægstu launa.
Samninganefnd Bárunnar lýsir ánægju með að kveða skuli við nýjan tón í þeim samningum sem gengið hefur verið frá undanfarið. Sýnilegur vilji er til að bæta kaup og kjör almenns launafólks. Fundurinn hvetur atvinnurekendur til að leggjast á árarnar með launþegasamtökum og ríki að binda enda á þá dæmalausu láglaunastefnu sem rekin er. Sú stefna hefur runnið sitt skeið á enda með undangengnum samningum við ýmsa hópa. Formaður Samtaka atvinnulífsins hefur gengið fram fyrir skjöldu og gert ásættanlega kjarasamninga við flugmenn Icelandair og telur fundurinn það til fyrirmyndar.