Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fundur samninganefndar um kjarasamningana

Stjórn og og trúnaðarmenn Bárunnar sem skipa samninganefnd félagsins komu saman  nú fyrir helgi þar sem staðan var tekin varðandi kjarasamninginn sem skrifað var undir 21. des sl.

Sem kunnugt er og fram hefur komið í fjölmiðlum, var formaður Bárunnar einn fimm formanna sem skrifaði  ekki undir samninginn. Formaður útskýrði þá ákvörðun sína, en jafnframt væri eðlilegt að bera endanlega ákvörðun undir atkvæði félagsmanna.

 Ákveðið var að kosning yrði rafræn og verður nánar auglýst í staðarblöðum á næstu dögum hvernig henni verður háttað.