Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fyrirtæki ársins 2011

Nú hefur verið ákveðið að fara aftur af stað með að velja fyrirtæki ársins á Suðurlandi. Verslunarmannafélag Suðurlands stóð fyrir samskonar könnun fyrir nokkrum árum. Könnunina er að finna inni í Eljunni, blað Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags sem fór í dreifingu í byrjun vikunnar.

Tilgangurinn með átakinu er að kanna nokkra lykilþætti í starfi sem varða félagsmenn. Könnunin mælir m.a. hversu vel svarendum líður í vinnunni, stjórnun, starfsanda og vinnuaðstöðu. Markmiðið er að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem best koma út úr þessari könnun.

Félagsmenn eru hvattir til að fylla út könnunin og senda hana til Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56 Selfossi, sem fyrst eða í síðasta lagi 15. október nk. Könnunina má setja ófrímerkta í póst. Valið verður tilkynnt við hátíðlega athöfn 11. nóvember nk. Niðurstaðan verður birt á heimasíðu félaganna og send fjölmiðlum.