Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fyrirtæki ársins 2012

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir vali á fyrirtæki ársins á Suðurlandi. Tilgangurinn með átakinu er að kanna nokkra lykilþætti hjá fyrirtækinu sem varðar félagsmenn. Könnunin mælir m.a. hversu vel svarendum líður í vinnunni, stjórnun, starfsanda og ánægju með símenntunarstefnu fyrirtækisins. Að auki verður lögð til grundvallar samskipti stéttarfélaganna við fyrirtækið vegna félagsmanna.

Könnunin var send í vikunni til allra félagsmanna og er skilafrestur til 14. nóvember nk. Valið verður kynnt við hátíðalega athöfn í lok nóvember þar sem veitt verða verðlaun og viðurkenningarskjal. Niðurstaðan verður birt á heimasíðu félaganna og send fjölmiðlum. Spurningalistinn er jafnframt happadrættismiði og verður dregið úr innsendum svörum. Í verðlaun eru tvær veglegar matarkörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Dregið verður þann 4. desember nk. og vinningsnúmerin síðan birt á heimasíðu félaganna.