Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fyrirtæki ársins

Nú er komið að árlegu vali á fyrirtæki ársins að mati félagsmanna Bárunnar, stéttafélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Kannaðir eru nokkrir lykilþættir sem varða starfsfólk til dæmis hvernig fólki líður í vinnunni, hvernig stjórnun er að mati starfsfólks, hvernig starfsandi er innan fyrirtækisins og hvort starfsmenn eru sáttir við möguleika sína til að komast áfram í starfi hjá fyrirtækinu til dæmis með aukinni menntun.

Könnun er send út til allra félagsmanna þessara tveggja stéttafélaga sem eru á svæðinu frá Selvogi að Lómagnúp. Skilafrestur er til 20. nóvember og athygli er vakin á að hægt er að póstsenda svar sér að kostnaðarlausu. Einnig má koma svörum til félagsins gegnum trúnaðarmenn á vinnustöðum eða beint á skrifstofu félaganna að Austurvegi 56, Selfossi. Könnunin sjálf er án persónueinkenna.

Hvert könnunarblað er jafnframt happadrættisseðill og eru viðtakendur hvattir til að halda fylgiseðli til haga til að framvísa ef um vinning er að ræða. Í verðlaun eru veglegar matarkörfur frá Sláturfélagi Suðurlands og verða vinningsnúmerin birt á heimasíðum félaganna.

Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessari könnun því þetta er ein leið af mörgum til að vekja stjórnendur fyrirtækja til umhugsunar og kveikja metnað til að huga vel að starfsfólki sínu.