Gistimiðar
Báran stéttarfélag hefur samið við Edduhótel og Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem eru til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann og mörg Fosshótel eru opin allt árið.
Verð fyrir gistimiða á Edduhótel krónur 8.450,-. Gildir einn miði fyrir gistingu fyrir tvo í eina nótt.
Verð á gistimiða á Fosshótel er krónur 8.000,- (tveir miðar í júní júlí og ágúst).
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.
Edduhótel:
Verð á gistimiða er krónur kr. 8.450,-. Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Ekki er innifalin morgunverður.
Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelunum sem eru 12 hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Hótelin bjóða gistingu ýmist í herbergjum með handlaug eða með baði og sum hvorutveggja. Á Edduhótelunum er boðið upp á fjölbreyttar veitingar.
Leyfilegt er að taka með sér 1-2 börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef fólk hefur svefnpoka eða rúmföt.
Sé gist í herbergi m/baði greiðist aukagjald kr. 7.000- á herbergi.
Sé gist í herbergi m/baði á Hótel Eddu Plus* greiðist aukagjald kr.10.100,-.
Eins má greiða fyrir upgrate í hvort sem er herbergi með baði eða PLUS herbergi með 2 stk af miðum sem gilda fyrir herbergi með handlaug.
Hótel Edda Plus eru Hótel Edda, Akureyri, Stórutjörnum, Laugum í Sælingsdal og Vík. Þar eru herbergi með baði, sjónvarpi og síma.
Allar frekari upplýsingar um hótelin eru veittar í síma 444 4000 og edda@hoteledda.is
Upplýsingar um hótelin má einnig fá á heimasíðunni https://www.hoteledda.is/
Fosshótel:
Verð á gistimiða er krónur 8.000,-. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður innifalinn (tveir miðar í júní júlí og ágúst). Aukarúm kostar 5.000 krónur (1 barn undir 12 ára frítt í herbergi með foreldri/um).
Bóka má beint á hótelunum í gegnum síma. Einnig er tekið við bókunum á aðalskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu.
Nánari upplýsingar á www.fosshotel.is