Við vinnum fyrir þig

Translate to

Gjaldfellum ekki kjarasamninga !

Heil og sæl kæru félagar!

Um leið og ljóst varð í hvað stefndi varðandi COVID 19 gerði Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands þríhliða samkomulag um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID 19 með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heibrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af afkomu og lífsvirðurværi. Aðilar voru ásáttir um:

  1. Samtök atvinnulífsins munu beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að laun verði greidd til einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.
  2. Alþýðusamband Íslands mun beina þeim tilmælum til aðildarsamtaka sinna, að sjóðsfélagar í sjúkrasjóðum þeirra sem sýkjast, njóti óskertra greiðslna úr sjóðunum að tæmdum veikindarétti.
  3. Stjórnvöld munu beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á lögum um sjúkratryggingar í þá veru að atvinnurekendi, sem greiðir launamanni sem sætt hefur eða mun sæta sóttkví laun, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Unnið verði að útfærslu á þeirri aðkomu stjórnvalda og gildistíma og stefnt verði að því að þeirri vinnu verði lokið 13. Mars 2020.

Meðan á sóttkví stendur, reynir ekki á veikindarétt launafólks. Bent er á vef ASÍ COVID spurt og svarað  https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/covid-19-spurt-og-svarad/

Nú liggur fyrir frumvarp (ekki búið að samþykkja) til laga um um rýmkun heimilda til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli starfsmanna. Þetta er tímabundin aðgerð svo ekki komi til uppsagna í þessu óvissuástandi sem nú ríkir og starfsmenn verði áfram í ráðningarsambandi með því að vinna t.d 50% hjá atvinnurekanda og fá atvinnuleysisbætur á móti.

Alþingi gerir ráð fyrir gildistíma frá 15. mars 2020. https://www.vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19.

Nú hefur Bárunni, stéttarfélagi borist fyrirspurnir um mörg mál sem snúa að launafólki. Þetta eru mörg, ólík mál og fólk í misjöfum aðstæðum. Það ríkir mikil óvissa um réttindi en eins og staðan er núna þá gilda ákvæði kjarsamninga og við gefum ekki afslátt af þeim. Ef eitthvað er óljóst kæri félagi þá hafðu samband við Báruna, stéttarfélag í síma 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.