Við vinnum fyrir þig

Translate to

Góð mæting í kröfugöngu á Selfossi

Fjöldi fólks tók þátt í kröfu­göngu í dag, 1. maí, á Sel­fossi sem lagði upp frá Austurvegi 56

klukk­an 11 í morg­un. Gang­an var upp­hafið að hátíðahöld­um á bar­áttu­degi verka­lýðsins á Sel­fossi. Lúðrasveit Sel­foss og fé­lag­ar úr hesta­manna­fé­lag­inu Sleipni fóru fyr­ir göngu­mönn­um og gengu fylktu liði að Hótel Selfossi þar sem hátíðar­höld­in fóru fram.

Ræðumenn dagsins voru Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Ívar Haukur Bergsson námsmaður.  Heimilistónar sungu nokkru lög m.a. Kúst og fæjó.  Berglind María Ólafsdóttir og Margrét Stefánsdóttir frá Tónlistarskóla Árnesinga fluttu söngatriði.