Við vinnum fyrir þig

Translate to

Góð stemning í kröfugöngu á 1. maí

Loksins eftir tveggja ára bið var farin kröfuganga á 1. maí. Lagt var af stað héðan frá Austurvegi 56 með Lúðrasveit Verkalýðsins í fararbroddi og haldið var á Hótel selfoss þar sem veisluhöldin fóru fram. Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins og Jóhannes Torfi Torfason fulltrúi unga fólksins og nemi við Menntaskólann á Laugarvatni héldu ræðu. Guðrún Árný tók nokkur lög og sönghópurinn Tónafljóð lék Disney lög fyrir yngstu kynslóðina. Bifreiðaklúbbur Selfoss var með sínar glæsikerrur til sýnis við Hótelið og svo Sleipnisfélagið að teyma undir börn.

Við þökkum öllum þeim sem mættu og héldu upp á daginn með okkur