Góður fundur með frambjóðendum
Stéttarfélögin á Suðurlandi héldu sameiginlegan fund með frambjóðendum þeirra framboða sem hyggja á framboð í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Fundurinn fór hið besta fram og greinilegt að kosningabaráttan verður með fjörugasta móti fyrir þessar kosningar.
Tólf framboð fengu boð um fundinn og mættu tíu til fundarins.
Fram kom að nýju framboðin boða aðra hugsun í stjórnmálum en áður hefur heyrst en eftir á að koma í ljós hver ahrif málflutningur þeirra hefur haft í aðdraganda kosninga.
Eftirfarandi framboð sendu fulltrúa:
Björt framtíð
Vinstri grænir
Hægri grænir
Alþýðufylkingin
Framsóknarflokknum
Sjálfstæðisflokknum
Regnboganum
Lýðræðisvaktin
Pírataflokkurinn
Samfylkingin
Röggsamur fundarstjóri fundarstjóri var Pamela Morrisson og Þór Hreinsson sinnti tímavörslu.
Stéttarfélögin vilja þakka fundargestum og frambjóðendum fyrir komuna og vonast til að þessi fundur hafi orðið til að skýra stefnur flokkanna sem áætla að bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem fram fara 27. apríl nk.
Myndirnar tók Tómas Jónsson fyrir stéttarfélögin.
Meðfylgjandi myndir tók Tómas Jónsson fyrir stéttarfélögin.