Við vinnum fyrir þig

Translate to

Greiðslur úr félagsmannasjóð

Kæri félagsmaður,

Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og verður greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Grein 13.8 í samningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um félagsmannasjóðinn.

Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur Starfsgreinasambandið haldið utan um starfsemi sjóðsins og greiðslur félagsmanna því farið til sambandsins. Sambandið hefur einnig séð um að greiða úr sjóðnum ár hvert. Ákveðið var í byrjun september að  Starfsgreinasambandið hætti að sjá um þetta og að hvert félag eigi að sjá um sjóðinn fyrir sína félagsmenn. Því mun Báran, stéttarfélag sjá um þessar greiðslur til sinna félagsmanna.

 

Til að hægt sé að greiða úr sjóðnum biðjum við þig að skrá þig inn á ,,mínar síður“ á heimasíðu Bárunnar.

Þar á forsíðunni sérðu flipa sem heitir ,,skoða mínar upplýsingar“ þú smellir á hann og uppfærir þær upplýsingar sem þar koma fram.

Bankaupplýsingar þurfa að vera réttar ásamt netfangi og símanúmeri.