Hagsýni og hamingja
Deildir Rauða kross Íslands á Suðurlandi, í samstarfi við kirkjur Suðurprófastsdæmis, kvenfélagasamböndin og verkalýðsfélög á Suðurlandi, standa fyrir stuttum og gagnlegum fræðslufyrirlestrum fyrir almenning. Fyrirlesari er Lára Ómarsdóttir fréttakona, sem á einfaldan og auðskiljanlegan hátt kynnir okkur raunhæfar leiðir til sparnaðar
Fyrirlestrarnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Kirkjubæjarklaustur: 31.jan. kl. 17:00 Kapellan á Kirkjubæjarklaustri
Vík í Mýrdal: 31.jan. kl. 21:00 Víkurkirkja , Vík í Mýrdal
Uppsveitir Árnessýslu: 2.febr. kl.20:00 Safnaðarheimili Hrunakirkju
Rangárvallasýslu: 6.febr. kl.20:00 Safnaðarheimilið Hellu
Árborg: 7.febr. kl.20:00 Safnaðarheimili Selfosskirkju
Hveragerði: 9.febr. kl.20:00 Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju
Við hvetjum félagsmenn til að koma og hlusta á léttan og skemmtilegan fyrirlestur og læra leiðir til að vera hagsýn og hamingjusöm um leið og við spörum peninga og tökum á fjármálum heimilisins og fjölskyldunnar
Aðgangur er ókeypis