Happdrætti Bárunnar, stéttarfélags
Kæri félagsmaður,
Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.
Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.
Þegar þú hefur skráð eða uppfært þínar tengiliðaupplýsingar geturðu tekið þátt í happdrætti Bárunnar þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.
Smelltu hér til að fara á mínar síður