Við vinnum fyrir þig

Translate to

Harðorð ræða formanns á degi verkalýðsins

Aðalræðumaður dagsins á Selfossi var Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar sem gerði meðal annars umtalsefni þá ólgu sem verið hefur í verkalýðshreyfingunni og ekki síst fjölmiðlaumræðu. Fram kom í máli formanns sér virtist að fjölmiðlar sýndu minni athygli allri þeirri vinnu unnin er daglega á skrifstofum stéttarfélaganna.

Halldóra sagði að greinilegt er að almenningi er algerlega misboðið hvernig sumar stéttir í efri lögum samfélagsins hafi skammtað sér ofurlaun en standi á sama tíma fyrir grímulausum skerðingum gagnvart þeim sem lakast standa í samfélaginu. Almenningur er farinn að sjá í gegnum þennan málflutning og vonandi mun fólk fylkja sér bak við verkalýðshreyfinguna og hjálpast að við að jafna og bæta kjör almennings. Halldóra kvatti til nýrrar hugsunar og stefnubreytingar í mati á störfum, störf sem snúa að umönnun á fólki er lítil virðing sýnd. Það þarf að endurmeta, skoða heildarmyndina og gildi þess mikla mannauðs sem starfar með fólki.

Hún endaði ræðu sína á hvatningu til almennings að gera sig gildandi í umræðunni, standa saman og sína styrk sinn með samstöðunni.

Hér er ræða formanns í heild sinni: