Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hátíðardagskrá 1. maí á Selfossi

Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss hefst kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem dagskráin verður haldin innandyra. Boðið verður upp á reiðtúra fyrir börnin fyrir aftan hótelið.

Kynnir: Gils Einarsson

Ræður dagsins:

1. Ögmundur Jónasson fv. formaður BSRB

2. Mjöll Einarsdóttir fulltrúi eldri borgara á Selfossi

 

Sveppi og Villi halda uppi fjörinu fyrir yngri og eldri og Karlakór Selfoss flytur nokkur lög. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla.  Marie verður með blöðrur fyrir börnin.  Grillaðar verða pylsur fyrir gesti og gangandi.  

Mætum öll með góða skapið og stöndum saman á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins.