Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hátíðardagskrá 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins

Báran stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Félag eldri borgara á Selfossi standa fyrir viðamikilli dagskrá fyrir alla fjölskylduna á alþjóðlegum baráttu- og hátíðardegi verkalýðsins þriðjudaginn 1. maí nk.

Safnast verður saman við Hótel Selfoss/Tryggvatorg og lagt af stað klukkan 11.00. Gengið verður að Austurvegi 56 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss. Félagar í  hestamannafélaginu Sleipni fara fyrir göngunni. Stórglæsileg hátíðardagskrá fer fram utandyra. Fundarstjóri er Stefanía Geirsdóttir frá Foss, ræðumenn dagsins eru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi. Lína langsokkur sem slegið hefur í gegn í flutningi Leikfélags Hveragerðis skemmtir og hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög.  Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna eðalvagna á svæðinu. Stéttarfélögin bjóða börnum  andlitsmálningu og stuttan reiðtúr sem Hestamannafélagið Sleipnir sér um. Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin gestum upp á hátíðarkaffi. Yfirskrift dagsins er Vinna er velferð. Sunnlendingar sýnum samstöðu, mætum öll í kröfugönguna og njótum dagsins saman.