Við vinnum fyrir þig

Translate to

Helstu atriði sáttatillögu frá 20. febrúar 2014

Þann 20. febrúar síðastliðinn skrifaði Báran, stéttarfélag undir sáttatillögu ríkissáttasemjara vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða tillögu sem er hugsuð sem viðauki við kjarasamning sem undirritaður var 21. desember sl. við Samtök atvinnulífsins.

 

Viðaukinn felur í sér hækkanir á desember- og orlofsuppbótum, en þær munu hækka um samtals 32.300 kr. frá síðast gildandi kjarasamningi. Desemberuppbót á árinu 2014 verður 73.600 og orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 verður 39.500 kr.

 Einnig kemur til sérstök eingreiðsla verður greidd út til launafólks í stað launabreytinga frá 1. janúar 2014. Eingreiðslan nemur 14.600 kr. miðað við fullt starf, fyrir þá starfsmenn sem voru starfandi í janúar 2014 og voru ennþá starfandi þann 1. febrúar sl.

 Þá má nefna bókun sem Starfsgreinasamband Íslands/Flóabandalagið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Samkvæmt henni munu samningaaðilar skoða grundvöll fyrir breytingum á fyrirkomulagi fatapeninga í fiskvinnslum fyrir 1. maí næstkomandi og leggja til breytingar á þeim ef ástæða reynist til.

 Samningurinn gildir til loka febrúar 2015 og mun hann þá falla úr gildi án sérstakrar uppsagnar.

 

Kosning verður um kjarasamninginn frá kl. 12:00 föstudaginn 28. febrúar og lýkur föstudaginn 7. mars og verður með svipuðum hætti og síðasta kosning.

Kjörgögn fara í póst í dag og einnig verður frekari upplýsingar birtar á heimasíðunni seinna í dag.