Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hlutabætur

Hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli

Helstu efnisatrið laganna og túlkun þeirra

Markmiðið er að fyrirtæki haldi starfsfólki í starfi eins og kostur er frekar en að það komi til uppsagna. Viðhald ráðningarsambandsins er verðmætt fyrir launafólk og fyrirtæki. Mikilvægt er að verja launafólk vegna tímabundins samdráttar í atvinnulífinu þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum.

Helstu efnisatriði laganna:
o Skerðing á starfshlutfalli verður að byggja á samkomulagi á milli fyrirtækis og einstaklings þar sem fram kemur hver breyting á starfshlutfallinu er og til hvaða tímabils skerðingin nær.

o Skerðing á starfshlutfalli þarf að vera a.m.k. 20 prósentustig.

Launamaður þarf að halda að lágmarki 25% starfi eftir skerðingu á starfshlutfalli.

o Hlutabætur greiðist í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall.

Laun frá atvinnurekenda og atvinnuleysisbætur eru að hámarki 90% af launum fyrir skerðingu starfshlutfalls – þó að hámarki 700.000 kr.

Hafi laun miðað við fullt starf fyrir skerðingu starfshlutfalls numið 400.000 kr. eða minna eru þau bætt að fullu.

o Hafi laun miðað við fullt starf fyrir skerðingu starfshlutfalls numið meira en 400.000 kr. skerðast laun frá atvinnurekenda og atvinnuleysisbætur ekki niður fyrir 400.000 kr.

o Samningar um skert starfshlutfall skerðir ekki rétt launafólks til tekjutengdra atvinnuleysisbóta missi það vinnuna síðar.

o Námsmenn eiga möguleika á hlutabótum uppfylli þeir skilyrði laganna.

Réttindi launafólks í Ábyrgðasjóði launa eru tryggð komi til gjaldþrots fyrirtækis.

Sjálfstætt starfandi eiga rétt skv. lögunum.

Lögin gilda frá 15. mars til 1. júní 2020.

Nokkur atriði til áréttingar:
– Leiti fyrirtæki til starfsmanna sinna um að skerðing á starfshlutfalli með tilheyrandi lækkun launa komi til framkvæmda án uppsagnarfrests getur starfsmaður hafnað slíku og gert kröfu um að uppsagnarfresturinn sé virtur.
o Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem samið er um.
o Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta vegna skerts starfshlutfalls gildir um allt launafólk s.s. námsmanna óháð réttindum bótarétti þeirra að öðru leyti.

Spurt og svarað um hlutbætur

Hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli

Sjá nánar:

Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (minnkað starfshlutfall). Nefndarálit velferðarnefndar.

Hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli – kynning

Hlutabætur – dæmi um áhrif

Samkomulag fyrirtækis og starfsmanns um skert starfshlutfall – fyrirmynd (word)

Samkomulag fyrirtækis og starfsmanns um skert starfshlutfall – fyrirmynd (pdf)