Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hótel Selfoss „Fyrirtæki ársins á Suðurlandi 2012“

Hótel Selfoss var í dag valið „Fyrirtæki ársins  á Suðurlandi“ af félagsmönnum Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Niðurstaðan var kynnt á Hótel Selfossi í morgun. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar og Gils Einarsson formaður VMS afhentu  Ásbirni Jónssyni hótelstjóra viðurkenningarskjal. Einnig fengu starfsmenn blómakörfu við það tækifæri. Fram kom í máli Halldóru og Gils að mannauður er dýrmætasti hluti hvers fyrirtækis og að Hótel Selfoss væri vel að verðlaununum komið.  Könnun var gerð meðal félagsmanna  varðandi aðbúnað, stjórnun, líðan og kjarasamningsbundin réttindi. Fékk Hótel Selfoss flest stig. Í öðru sæti er Húsasmiðjan og í því þriðja er Bónus sem var í efsta sæti í fyrra.

 

 

 Fyrstu fimm sætin:

Hótel Selfoss

Húsasmiðjan, Selfossi

Bónus

Sólheimar ses

MS, Selfossi