Við vinnum fyrir þig

Translate to

HÓTELÞERNUR KREFJAST GÓÐRA STARFSSKILYRÐA OG VINNUUMHVERFIS

Að ræsta á hótelum fylgir mikil streita og er líkamlega erfitt. Margir eru þar að auki í ótryggu ráðningarsambandi. Þann 4.-11. nóvember sl. stóðu samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum fyrir átaki þar sem beint var sjónum að aðstöðu hótelþerna.

Kastljósinu var beint að vinnuálagi sem hefur aukist mjög hin síðari ár. Margar hótelþernur ná ekki einu sinni að taka kaffitíma. Hið mikla álag hefur líkamlegar afleiðingar og skapar mikla streitu.

Markmið átaksins er að vekja athygli á baráttu herbergisþerna fyrir réttlæti, virðingu og bættum starfsskilyrðum. Við mótmælum ósýnileika þeirra og erfiðum starfsskilyrðum. Við hvetjum hinn alþjóðlega hóteliðnað til að viðurkenna vinnuframlag þeirra og réttindi.

Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum mun kynntu aðgerðir í vikunni sem átakið stóð yfir. Hótelþernur á Norðulöndum krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis.

Vikuna sem átakið stóð yfir stóðu verkalýðsfélög á Norðurlöndum fyrir vinnustaðaheimsóknum, rafrænni upplýsingamiðlun og vitundarvakningu meðal almennings um starfsskilyrði hótelþerna.

En átak í viku tíma er ekki nóg. Það þarf að hafa vakandi auga með og vinna stanslaust að því að þessum málum verði komið í ásættanlegt horf.

Reynsla undanfarinna ára og missera hefur kennt okkur að mjög víða er pottur brotinn í starfsskilyrðum þessara hópa og þá ekki síst hótelþerna og þeirra sem eru í svipuðum störfum á smærri gististöðum og veitingahúsum.