
Hressir krakkar heimsóttu þjónustuskrifstofuna
Í dag komu í heimsókn til okkar á þjónustuskrifstofuna nemendur úr 10. bekk Vallaskóla Selfossi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna, fengu gagnlegar upplýsingar um sögu verkalýðsbaráttunnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur. Hjalti Tómasson sá um kynninguna og svaraði fjölmörgum spurningum sem tengjast ungu fólki á vinnumarkaði.