Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hressir krakkar heimsóttu þjónustuskrifstofuna

Í gær komu í heimsókn til okkar á Þjónustuskrifstofuna nemendur úr 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla Selfossi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna og fengu gagnlegar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur frá Hróa hetti. Að lokinni kynningu voru nemendurnir leystir út með gjöfum frá félögunum.