HSU fyrirhugar að segja upp ræstingafólki !
Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk
Á dögunum opinberaði Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrirætlanir sínar um að segja upp ræstingarfólki hjá stofnuninni vegna ,,skipulagsbreytinga“ og bjóða út ræstingar á starfstöðvum í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Er hér um afar hefðbunda leið stjórnenda, þ.e. að reka ræstingafólk þegar skera á niður í rekstri.
Þessir starfsmenn hafa undanfarnar vikur verið í framlínu þeirra sem barist hafa við farsóttina á heilbrigðisstofnunum um land allt. Ekkert smit hefur greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á ræstingarfólkið stóran þátt í því.
Þakkirnar sem ræstingarfólkið fær er að vera sagt upp sínu starfi strax í kjölfarið. Það ætti að vera öllum ljóst eftir undangengnar vikur að sterkar stofnanir sem reknar eru með almannahagsmuni að leiðarljósi hafa skipt öllu máli.
Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við félagsmenn sína hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og mun beita afli sínu í þeim tilgangi að verja störf þeirra og réttindi.
Nánari upplýsingar,
Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, 8965724
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, 8978888