Hvað ætla frambjóðendur að gera fyrir okkur?
Fundur verður með frambjóðendum allra flokka sem munu bjóða fram lista sína í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor
Fundarstaður verður Hótel Selfoss miðvikudaginn 20. mars kl : 19:00
Til fundarins boða eftirtalin stéttarfélög:
Báran, stéttarfélag,
Verslunarmannafélag Suðurlands,
Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi,
Félag iðn- og tæknigreina og
Verkalýðsfélag Suðurlands
Á fundinum munu frambjóðendur svara spurningum frá stéttarfélögunum og fundargestum úr sal. Fundurinn er öllum opinn og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta.
Notum tækifærið og spyrjum væntanlega þingmenn. Látum rödd okkar heyrast.