Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hvað er jólalegra en heimagert konfekt?

Báran, stéttarfélag og Fræðslunetið halda námskeið í konfektgerð: Á þessu skemmtilega námskeiði eru útbúnir fylltir konfektmolar í konfekt mótum, handmótaðir konfektmolar, s.s. Mozartkúlur og einnig rommbrauð. Hver og einn býr til a.m.k. 20 mola. Innifalið í verði er eitt konfekt mót og pensill ásamt öllu hráefni og uppskriftahefti.

Námskeiðið er haldið í Fjölheimum Selfossi fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18.00 – 20.50. Leiðbeinandi er Kristín Erna Leifsdóttir og er námskeiðið frítt fyrir félaga Bárunnar, stéttarfélags.

Innritun er í síma 560-2030.