Við vinnum fyrir þig

Translate to

„Hvaða rugl er nú þetta?“

Hlaðvarpsviðtal við Hjalta Tómasson

Í Tilefni af fyrsta Maí útbjó ASÍ vefrit á www.vinnan.is

 

 

Þar er hægt að finna allskonar áhugaverðar greinar og viðtöl sem taka púlsinn á verkalýðshreyfingunni. Meðal annars er þar Viðtal við Hjalta Tómasson, okkar mann þar sem að hann talar um Vinnueftirlitið ásamt öðru.

Hlaðvarpið er hægt að nálgast hér “Glæpasnúðar á vinnumarkaði” og mælum við með að taka sér tíma í að hlusta á þetta áhugaverða hlaðvarp.

Hér má lesa smá úrdrátt úr hlaðvarpinu

 

 

„Það sem við þurfum að gera sem samfélag er að taka ákvörðun um að það sé ekki í lagi að fara illa með fólk. Það er ekki í lagi að stela vinnuframlagi fólks. Það eina sem útlendingar sem hingað koma til að vinna hafa að bjóða er vinnuframlagið. Ef það er misnotað og sú misnotkun látin viðgangast er ég ekki viss um að við búum í góðu samfélagi. Það er allavega ljóst að mikilvægi vinnustaðaeftirlits fer vaxandi þar sem vinnumarkaðurinn er alltaf að verða flóknari. Vinnumarkaðurinn hefur breyst gríðarlega á síðustu 10-15 árum, störf eru að hverfa, önnur verða til og fólk er farið að vinna meira heima eins og við höfum séð síðasta árið. Það er gríðarlega mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé með augun á boltanum þegar kemur að þessum breytingum. Ekki bíða eftir því að við verðum neydd til að gera eitthvað heldur verum þátttakendur í breytingaferlinu. Því breytingarnar munu verða hvað sem okkur finnst um þær. Þetta er að gerast núna og með sífellt meiri hraða. Verkalýðshreyfingin er í eðli sínu íhaldssöm, sem er gott, en við eigum það til að vera svolítið sein til. Af þessum vagni megum við ekki missa. Vinnustaðaeftirlit er gríðarlega mikilvægt í því að vera virk í þessum breytingum,“