Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hverjir greiða atkvæði um boðun verkfalls?

Nokkuð hefur verið um að félagsmenn Bárunnar hafi haft samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna og spurt fyrir um hverjir hafi rétt til að greiða atkvæði um boðun verkfalls sem koma á til framkvæmda í apríl. Því er til að svara að þeir starfsmenn sem starfa eftir kjarasamningum sem gilda m.a.  fyrir starfsfólk í matvælavinnslu, bílstjóra, starfsfólk í kjöt- og mjólkuriðnaði og starfsfólk í ferðaþjónustu svo sem á hótelum og gistiheimilum hafa rétt til að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Þetta eru hópar sem starfa eftir almenna kjarasamningi Bárunnar og Samtaka atvinnulífsins og kjarasamningi Bárunnar og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsfólks í ferðaþjónustu.

Undanskyldir eru starfsmenn sem starfa eftir:

Kjarasamningi Bárunnar og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs (starfsmenn ríkisstofnana)

Kjarasamningi Bárunnar og Launanefndar sveitarfélaga (starfsmenn sveitarfélaga)

Kjarasamningi Bárunnar og Bændasamtakana (landbúnaðarverkamenn)

Kjarasamningi Bárunnar og Landssambands smábátaeigenda

Kjarasamningi Bárunnar og Landsvirkjunar

Kjarasamningi Bárunnar og Sólheima ses

Kjarasamningi Bárunnar og Kumbaravogs

Þeir sem telja sig eiga atkvæðisrétt en fá ekki send kjörgögn eru beðnir um að hafa samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56 eða í síma 480 5000

Þá koma þeir félagsmenn sem eru atvinnulausir eða í fæðingarorlofi ekki til með að greiða atkvæði um verkfallsboðun.