Við vinnum fyrir þig

Translate to

Ísland fullgilldir samþykkt Alþjóðavinnumálstofnunarinnar nr. 187

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra, afhenti Guy Rider, framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) formlega fullgildingu Íslands á samþykkt stofnunarinnar nr. 187, rammasamþykkt um eflingu öryggis og heilbrigðis við vinnu, frá árinu 2006. Í samþykktinni og innleiðingu hennar felast mikilvægar réttarbætur hvað varðar vinnueftirlit, í lögum um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og afleiddum reglum og reglugerðum.

Mikil vinna hefur á undanförnum árum verið lögð í undirbúning þessarar fullgildingar bæði innan ráðuneytisins og ýmissa stofnana ríkisins og raunar hefur samþykktin verið tilbúin til fullgildingar af hálfu meirihluta þríhliðanefndar ILO hér á landi um nokkurt skeið. Alþýðusamband Íslands fagnar þessum áfanga og þakkar ráðherra þetta löngu tímabæra framtak. Magnús M. Norðdahl var fulltrúi ASÍ á fundinum.