Við vinnum fyrir þig

Translate to

Jólafundur með stjórn og trúnaðarmönnum

Hluti fundarmanna
Hluti fundarmanna
IMG_3164
Hlustað í andakt
IMG_3166
Kristín segir frá…….
IMG_3167
….og heldur áfram.
Nýir trúnaðarmenn
Nýir trúnaðarmenn, f.v. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir Fossheimum, Hólmfríður Stella Ólafsdóttir Samkaup-Horninu og Sigrún Sigurðardóttir eldhúsi HSu

Í gærkvöldi var árlegur jólafundur stéttarfélaganna með stjórnum og trúnaðarmönnum. Í fyrsta skipti var fundurinn haldinn sameiginlega og mættu stjórnir og trúnaðarmenn beggja félaganna til fundarins. Fundarstörf voru nokkuð hefðbundin, formenn ávörpuðu fundinn og fóru yfir starfsemi félaganna og örfáar lykiltölur svo sem félagafjölda, kynjaskiptingu  og helstu atriði í starfi félaganna. Starfsmenn þjónustuskrifstofu sögðu fram starfsemi skrifstofunnar en fyrst og fremst var tilgangur fundarins að koma saman og eiga notalega stund saman yfir góðum mat á aðventunni og gefa fólki tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum.

Ágæt mæting var á fundinn þrátt fyrir afspyrnuleiðinlegt veður og ástæða til að hrósa sérstaklega þeim sem lengst komu að en sem kunnugt er voru margar leiðir til og frá Selfossi illfærar sökum hvassviðris og hálku.

Fundir sem þessir eru nauðsynlegir í mörgu tilliti. Fyrst og fremst er það stjórnarmönnum nauðsynlegt að heyra í trúnaðarmönnum og ekki síður er gagnlegt fyrir trúnaðarmenn að heyra hvað félögin og starfsfólk þeirra eru að starfa hverju sinni. Stefnt er að því að þessir fundir verði haldnir sameiginlega í framtíðinni. Trúnaðarmenn voru duglegir að tjá sig um sína hlið á trúnaðarmannastarfinu og hvað er helst að gerast í þeirra nærumhverfi.

Nokkrir nýir trúnaðarmenn voru kynntir til sögunnar en félögin hafa unnið ötullega að því að efla trúnaðarmanna kerfi sín enda eru trúnaðarmenn einn mikilvægasti hlekkur milli félags og félagsmanna.