Við vinnum fyrir þig

Translate to

Jólafundur trúnaðarráðs Bárunnar

Samninganefnd/trúnaðarráð Bárunnar, stéttarfélags fundaði þann 7.desember vegna kjarasamnings SGS og SA sem undirritaður var þann 3. desember sl. Báran, stéttarfélag er eitt af 17 félögum sem undirritaði samninginn. Samninganefnd félagsins var ánægð með þessa niðurstöður í skammtímasamningi og fer kjarasamningurinn í rafræna atkvæðagreiðslu sem fer fram 9. -19 desember. Samninganefnd félagsins hvetur félagsmenn sem starfa á almennum markaði að taka afstöðu og greiða atkvæði um samninginn. Kosningahnappur verður á heimsíðu félagsins www.baran.is einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá aðstoð.

Allt kynningarefni vegna samningsins verður á www.baran.is. Ef félagsmenn óska eftir kynningarfundi inn á sinn vinnustað endilega hafið samband í síma 480-5000 eða sendið tölvupóst á halldora@baran.is.

 

Almennur kynningarfundur verður í húsnæði félagsins að Austurvegi 56 15. desember kl. 17:00.

 

  • Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35.000 kr. Frá 1. nóvember skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflu sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 á mánuði.
  • Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 frá 1. nóvember.
  • Kjaratengdir liðir hækka um 5.0% frá 1. nóvember.
  • Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 8.000-34.000 kr. hækkun á mánuði.
  • Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.
  • Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.
  • Hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember sem mun skila ávinningi sem nemur 78.000 eða 5.200 á mánuði á samningstímanum.