Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kjarakönnun Bárunnar

Nú eru samningar lausir þann 31. oktober næstkomandi og af því tilefni sendir Báran, stéttarfélag út kjarakönnun til félagsmanna sinna á næstu dögum.

Reikna má með erfiðum samningaviðræðum ef marka má orð framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forystumanna í verkalýðshreyfingunni í fjölmiðlum undanfarið.

Saminganefnd Bárunnar er nauðsynlegt að vita hvað félagsmenn vilja leggja mesta áherslu á, því þær áherslur munu samningarnefndarmenn okkar í samninganefnd Starfsgreinasambandsins fara með og berjast hatrammlega fyrir.

Við ríkjandi aðstæður er einnig bráðnauðsynlegt að sem flestir fylki sér bak við samninganefndir stéttarfélaganna því oft hefur verið þörf en nú er alger nauðsyn um samstöðu þegar kemur að því að krefjast eðlilegs bita af kökunni sem til skiptanna er.

Við vonumst eftir því að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessari könnun svo vilji sem allra flestra félagsmanna skili sér inn í kröfugerð fyrir komandi samningaviðræður. Könnunin er nafnlaus.

Skilafrestur er til 1. september.

Könnunina má setja ófrímerkt í póst, skila til trúnaðarmanna eða á skrifstofu félagsins á Austurvegi 56.

Tökum þátt í því að marka stefnuna, tökum ábyrgð á kjörum okkar og sýnum samstöðu með samningarnefnd okkar.