Kjaramálaráðstefna – mikilvægur undirbúningur
Dagana 3. og 4. desember stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamninga sambandsins við ríki og sveitarfélög. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS m.a. Bárunni og fór hún fram á Fosshotel Reykjavík. Á ráðstefnunni var mestum tíma verið varið í samlestur á köflum samninganna en einnig fór talsverður tími í hópavinnu. Starfsmenn SGS munu svo úr niðurstöðum ráðstefnunnar á næstunni.
Starfsgreinasambandið hefur áður haldið sambærilegar ráðstefnur í þeim tilgangi að rýna í það sem betur má fara í samningunum og um leið undirbúa komandi kjarasamningsviðræður. Iðulega hefur ríkt almenn ánægja með afraksturinn, enda hefur hann nýst vel í kjarasamningaviðræðunum.